Tröð fasteignasala s. 511-2900 kynnir fjárfestingakost, sem er 73m² verslunarhúsnæði til sölu í miðborg Reykjavíkur:Erum með í einkasölu 73,3m² verslunarhúsnæði til sölu í steinsteyptu húsi neðarlega við Grettisgötu í hjarta Reykjavíkur. Húsnæðið er leigt undir skóbúð og er með bundinn langtímaleigusamning til ca. næstu 10 ára. Um er að ræða verslunarhúsnæði á einum fleti að mestu, með gluggum og aðgengi bæði að framan- og aftanverðu. Húsnæði skiptist gróflega 50/50 í verslunarrými og bakrými. Verslunarrými er með góðum verslunargluggum og aðgengi beint frá Grettisgötu. Verslunin er með góðri lofthæð, parketi á gólfum og flúrósent lýsing í loftum. Í bakrými er snyrting og vinnuaðstaða með göngudyr út í port á bak við húsið. Áhugasamir hafið sambandi við sölumenn okkar í s. 511-2900 og leitið nánari upplýsinga.
Trod.is ...................... slóðin að réttu eigninni.