Tröð og Leigulistinn s. 511-2900 kynna til leigu skrifstofurými á 4. & 5. hæð við Kringluna:Í boði eru önnur eða báðar hæðir hússins Kringlan 5 til leigu, sem eru samtals 1.386m² og til afhendingar strax.
Fjórða hæðin skiptist í opið vinnurými sem er alls alls 670 m2 með 3 fundarherbergjum, næðisrými ásamt kaffistofu og snyrtingu. Kerfisloft og vönduð lýsing í loftum ásamt góðri loftræstingu.
Á fimmtu hæðinni er opið vinnurými alls 698m² með 5 fundarherbergjum, næðisrými ásamt kaffistofu og snyrtingu. Þar eru jafnframt kerfisloft og vönduð lýsing í loftum ásamt góðri loftræstingu. Í sameign hússins má finna stór og smá fundarherbergi, kaffihús og mötuneyti á efstu hæð hússins ásamt setustofu. Í kjallara hússins má finna líkamsræktarsal, búningsklefa með sturtuaðstöðu ásamt hjóla- & bílageymslu. Sér þvottaaðstaða fyrir bíla eru í bílageymslu en stæði er leigð út sérstaklega.
Virðisaukaskattur leggst ekki við leigufjárhæð.
Hafið samband við sölumenn okkar í síma 511 2900 og pantið skoðun, eða fáið frekari upplýsingar.
Tröð ............... slóðin að réttu eigninni.